Óshólmanefnd

12. fundur 30. nóvember 2022 kl. 17:00 - 18:50 Bústólpi ehf. á Akureyri
Nefndarmenn
  • Emilía Baldursdóttir
  • Hólmgeir Karlsson
  • Hólmgeir Þorsteinsson
  • Jóhann Reynir Eysteinsson
  • Ólafur Kjartansson
Fundargerð ritaði: Hólmgeir Karlsson

Fyrir fundinum lá dagskrá í 7 liðum:

  1. Skipa formann nefndarinnar og ritara
  2. Friðlýsing hluta Hverfisverndarsvæðis
  3. Beiðni um álit varðandi ósk um framkvæmdaleyfi fyrir landfyllingu í Hvammi
  4. Vatnsflæði í austustu kvísl Eyjafjarðarár
  5. Efnisgeymsla á Hverfisverndarsvæðinu
  6. Staða annarra óafgreiddra mála
  7. Önnur mál

 

Afgreiðsla mála:

1. Skipa formann nefndarinnar og ritara

Nefndin skipti með sér verkum. Emilía Baldursdóttir var kosin formaður og Hólmgeir Karlsson ritari.

 

2. Friðlýsing hluta Hverfisverndarsvæðis

Rætt var um ábendingu sem fram kom í skýrslunni „Fuglalíf í óshólmum Eyjafjarðarár 2020“, sem unnin var fyrir Eyjafjarðarsveit og Akureyri, en þar kemur fram að skýrsluhöfundar mæla með því að hafin verði undirbúningur að friðlýsingu á hluta hverfisverndarsvæðisins.

 

3. Beiðni um álit varðandi ósk um framkvæmdaleyfi fyrir landfyllingu í Hvammi

Gögn voru rýnd og rædd. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

Fundi var slitið kl. 18:50 og afgreiðslu á liðum 3 til 7 vísað til næsta fundar.