Óshólmanefnd

4. fundur 13. september 2018 Flugstöðin á Akureyri

Mætt voru: Emilía Baldursdóttir, Valdimar Gunnarsson, Ólafur Kjartansson, Dagbjört Pálsdóttir, Jón Birgir Gunnlaugsson og Arnar Már Sigurðsson.

 1.   Fyrir fundinum lá beiðni (dags. 16 ág. 2018) frá skipulagssviði Akureyrarbæjar um umsögn um tillögu að deiliskipulagsbreytingu flugvallarsvæðisins.

 Óshólmanefnd telur ósvarað of mörgum spurningum varðandi breytingartillöguna til að hægt sé að taka ótvíræða afstöðu til hennar.

 a)   Varðandi færslu girðingar vantar allan rökstuðning fyrir færslunni. Bent skal á ákvæði um almannarétt um frjálsa ferð með vötnum.

 b)  Ekki er ljós fyrirhuguð tenging nýs vegar við núverandi veg.

 c)   Nauðsynlegt er að skýra nánar fyrirkomulag brúargerðar, t.d. hvort ætlunin er að þrengja vatnsveg eða gera aðrar breytingar á farvegi.

 d)  Einnig skal bent á að fyrirhugaðar breytingar ná út fyrir skipulagssvæði flugvallarins.

 e)   Nefndinni hafa ekki borist formlega neinar upplýsingar um nýjan aðflugsbúnað á flugvallarsvæðinu. Óshólmanefnd telur eðlilegt að henni berist upplýsingar um staðsetningu búnaðarins og hugsanleg áhrif hans á umhverfið.     

 2.   Samþykkt var að kaupa fundargerðabók og skrá fundi nefndarinnar.

 3.   Óshólmanefnd beinir því til Akureyrarbæjar að skipa hið fyrsta fulltrúa í nefndina.

 4.   Nefndin óskar eftir vitneskju um afgreiðslu þeirra erinda sem hún sendi Akureyrarbæ og Eyjafjarðarsveit á síðasta ári.

 5.   Minnt skal á nauðsyn þess að taka á ný upp vinnu við deiliskipulag óshólmasvæðisins.

 

         Fleira var ekki fært til bókar.

         Fundargerð ritaði Valdimar Gunnarsson