Búsetukostir fyrir eldri borgara

 

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hlíð og hjúkrunarheimilið Lögmannshlíð eru rekin af Heilsuvernd og mál lesa meira um þau á þessari síðu.

Eldri borgarar hafa jafnan rétt á við aðra að  sækja um félagslegt leiguhúsnæði hjá Akureyrarbæ. 

Í bænum eru nokkur fjölbýlishús ætluð aldurshópnum 60+ en þar er aðallega um að ræða eignaríbúðir og best að snúa sér til fasteignasala til að fá upplýsingar um framboð.

Til að fá frekari upplýsingar og aðstoð skal snúa sér til velferðarsviðs, Glerárgötu 26 (2. og 3. hæð), sími 460 1000, velferdarsvid (hjá) akureyri.is. Opið virka daga kl. 9-15.

Síðast uppfært 11. febrúar 2022