Mælt er með að notaðar séu rafrænar greiðsluleiðir í snjallsíma (app) til að greiða fyrir afnot af gjaldskyldum bifreiðastæðum. Eftirfarandi greiðsluöpp bjóða upp á slíka þjónustu á Akureyri. Viðskiptavinir bifreiðastæðasjóðs eru hvattir til að kynna sér vel notkunarskilmála á vefsíðum greiðslulausnanna.
Einnig má nota greiðsluhnapp efst á þessari síðu til að greiða fyrir stæði.
EasyPark
Þú getur notað appið á öllum gjaldskyldum svæðum á Akureyri með því að skrá bíl í stæði og velja rétt gjaldsvæði þegar bílnum er lagt. Þú velur tímann sem þú reiknar með að vera í stæði en hægt er að stöðva skráningu fyrr en áætlað var eða framlengja skráningu í gegnum appið.
Sjá meira EasyPark https://easypark.is/is.
Þjónustugjöld skv. gjaldskrá Easypark
Parka.is
Þú getur notað appið á öllum gjaldskyldum svæðum á Akureyri með því að skrá bíl í stæði og velja rétt gjaldsvæði þegar bílnum er lagt og skrá úr stæði þegar ekið er burt.
Sjá meira um Parka á www.parka.is
Þjónustugjöld skv. verðskrá Parka
Verna
Þú getur notað appið á öllum gjaldskyldum svæðum á Akureyri með því að skrá bíl í stæði og velja rétt gjaldsvæði þegar bílnum er lagt og skrá úr stæði þegar ekið er burt.
Sjá meira um Verna á www.verna.is
Engin þjónustugjöld