Skv. umferðarlögum nr. 77/2019 má setja gjald vegna eftirfarandi stöðubrota. Tilvísanir í umferðarlög eru innan sviga ásamt tilvísun í reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra þar sem það á við.
Helstu upplýsingamerki og hvað þau þýða:
• Að undanskildum þeim ökutækjum sem stæði eru ætluð er bannað að stöðva eða leggja ökutæki á merktu stæði ætluðu lögreglu ( e liður 2.mgr. 29.gr.).
• Annað skv. 84. gr. og 1. mgr 86. gr. (d og e liður 1. mgr. 109.gr. ).
Almennar reglur sem gilda þótt engin skilti séu sjáanleg:
• Á vegi má einungis stöðva ökutæki eða leggja því hægra megin. Þar sem einstefnuakstur er má þó setja aðrar reglur, sbr. 1. mgr. 84. gr (2. mgr 28.gr.).
• Eigi má stöðva skráningarskylt ökutæki eða leggja því á stöðum sem ekki eru ætlaðir fyrir umferð slíkra ökutækja, svo sem gangstétt, göngustíg, göngugötu, hjólarein eða hjólastíg nema annað sé ákveðið, sbr. 1. mgr. 84. gr. Sama á við um umferðareyjar, grassvæði og aðra svipaða staði. (3.mgr. 28.gr.).
• Eigi má stöðva ökutæki eða leggja því á vegamótum eða innan 5 metra frá næstu brún akbrautar á þvervegi (b liður 1.mgr. 29.gr.).
• Eigi má stöðva ökutæki eða leggja því þannig að skyggi á umferðarmerki eða umferðarljós (c liður 1.mgr. 29.gr.).
• Eigi má stöðva ökutæki eða leggja því í veggöngum, undir brú eða á brú, nema sérstaklega sé ráð fyrir því gert (d liður 1.mgr. 29.gr.).
• Eigi má stöðva ökutæki eða leggja því í eða við blindhæð eða beygju eða annars staðar þar sem vegsýn er skert (e liður 1.mgr. 29.gr.).
• Eigi má stöðva ökutæki eða leggja því þar sem akbraut er skipt í akreinar með óbrotinni mið- eða deililínu milli akreina eða svo nálægt slíkri línu að torveldi akstur inn á rétta akrein (f liður 1.mgr. 29.gr.).
• Eigi má stöðva ökutæki eða leggja því á hringtorgi (g liður 1.mgr. 29.gr.).
• Eigi má leggja ökutæki að hluta eða í heild fyrir framan innkeyrslu að húsi eða lóð (a liður 3.mgr. 29.gr.)
• Eigi má leggja ökutæki við hlið ökutækis sem stendur við brún akbrautar, annars en reiðhjóls eða létts bifhjóls (b liður 3.mgr. 29.gr.).
• Eigi má leggja ökutæki í snúningshaus botnlangagötu (c liður 3.mgr. 29.gr.).
• Eigi má leggja ökutæki þannig að hindri aðgang að öðru ökutæki eða færslu þess af staðnum (d liður 3.mgr. 29.gr.).
• Eigi má leggja ökutæki við vatnshana slökkviliðs (e liður 3.mgr. 29.gr.).
• Veghaldari eða eftir atvikum landeigandi getur, að höfðu samráði við lögreglu, bannað stöðu eftirvagna, báta, húsbíla og annarra svipaðra tækja á götum og almennum bifreiðastæðum sem þykja valda óþægindum, óþrifnaði eða hættu (4. mgr 29. gr.).