Sorphirða

 

Sumaropnun gámasvæðis (16. maí til 15. ágúst)grenndarstöð
Mánudaga til föstudaga kl. 13:00 – 20:00
Laugardaga og sunnudaga kl 13:00 – 17:00

Vetraropnun gámasvæðis (16. ágúst til 15. maí)
Mánudaga til föstudaga kl. 13:00 – 18:00
Laugardaga og sunnudaga kl. 13:00 – 17:00

Sjá nánari upplýsingar neðar á síðunni.

 

Terra - Norðurland (áður Gámaþjónusta Norðurlands) sér um sorphirðu á Akureyri. Sími: 414-0200.

Sorphirðudagatalið sem hefur verið aðgengilegt hér á síðunni og í bæjarappinu verður tekið úr notkun um áramótin.

Einhverjir eru farnir að reka sig á að fá engar niðurstöður þegar þeir leita eftir sínu heimilisfangi og skýringin er sú að þar eru ekki fleiri sorphirðingar eftir á árinu 2024.

Upplýsingagjöf um hvenær sorphirða fer fram mun frá áramótum vera alfarið á vegum Terra og við bendum á að hægt er að hafa samband við Terra í síma 414 0200 og í gegnum netfangið nordurland@terra.is

Bæklingur um flokkun á gámasvæði

Jarðvegslosunarsvæði ( sjá nánari upplýsingar hér um opnunartíma, umgengnisreglur o.fl.)

Opnunartími gámasvæðis á frídögum og öðrum hátíðisdögum

Lokað eftirfarandi daga:

Aðfangadag
Jóladag
Annan í jólum
Gamlársdag
Nýársdag
Föstudaginn langa
Páskadag
Hvítasunnudag
17. júní
1. maí

Aðra lögbundna frídaga er helgaropnun frá 13:00 – 17:00

Gámasvæðið

Söfnunar- og móttökustöð Akureyrar er staðsett við Rangárvelli 2. Stöðin er starfrækt samkvæmt starfsleyfi frá Umhverfisstofnun með gildistíma til 24. maí 2027. Gámasvæðið er flokkunarstöð og því er mikilvægt að forflokka úrganginn áður en lagt er af stað. Þegar komið er að svæðinu þarf að framvísa klippikorti, starfsmaður skoðar farminn og kannar hvort um gjaldskyldan úrgang er að ræða. Sjá nánari flokkunarleiðbeiningar.

Á gámasvæðinu eru tveir rampar. Annar er grænn og þar eru gámar fyrir endurvinnanleg efni sem sveitarfélagið ber ekki beinan kostnað af að endurvinna. Því er um að ræða gjaldfrjálsan úrgang og ekki er tekið klipp af korti. Hinn rampurinn er rauður og í hann fara efni sem bærinn ber kostnað af að endurvinna. Því er um að ræða gjaldskyldan úrgang og klipp af korti. Allir gámar eru merktir og starfsfólk er á staðnum til að leiðbeina. Tæma ber innihald allra plastpoka í viðeigandi ílát og hert eftirlit verður með því hvaða innihald pokar sem hent er í pressugám undir almennan úrgang til urðunar hafa að geyma. 

Gjaldfrjáls og gjaldskyldur úrgangur

Klippikort

Allir eigendur fasteigna sem greiða sorphirðugjald fá afhent eitt klippikort á ári. Nú er hægt að nálgast rafrænt klippikort í íbúaappinu (Akureyrarbær). Til að komast inn á Gámasvæðið þurfa notendur að sýna klippikort. Einungis er klippt fyrir gjaldskyldan úrgang og tekið er á móti ógjaldskyldum úrgangi án klipps. Tilgangur klippikortsins er að flokkun verði markvissari og að kostnaður verði greiddur af þeim sem stofna til hans. Kortið veitir aðgang að svæðinu og því er nauðsynlegt er að hafa klippikortið meðferðis þegar farið er á gámasvæðið hvort sem um gjaldskyldan eða ógjaldskyldan úrgang er að ræða.

Ef kortið dugir ekki út árið er hægt að kaupa nýtt kort í íbúaappinu. Leigjendur fasteigna geta keypt sér kort í appinu eða óskað eftir að fá afhent klippikort frá sínum leigusala (sem er eigandi/greiðandi sorphirðugjalda). Leigusala ber ekki skylda til að afhenda leigutaka kortið en það er æskilegt. Leigjendur hjá Akureyrarbæ geta sótt appið og fengið afhent rafræn klipp frá húsnæðisfulltrúa með því að senda tölvupóst á gudni@akureyri.is

Rafrænt gámakort hefur komið í stað klippikortanna sem fólk hefur notað fram að þessu en gömlu pappakortin verða þó áfram í gildi fyrir þá sem það vilja. Rafræna gámakortið hefur fólk alltaf við höndina í símanum sínum og hakar við í appinu þegar farið er með úrgang til losunar. Hverri fasteign fylgja 16 klipp á ári til eigenda en aðeins einn eigandi getur sótt inneign fyrir hverja fasteign. Viðkomandi getur hins vegar gefið klipp áfram til annarra fjölskyldumeðlima. Í appinu er einnig hægt að kaupa inneign ef þessi 16 klipp duga ekki yfir árið. Hér eru ítarlegar leiðbeiningar um notkun rafræna gámakortsins í appinu.

Starfsfólk í þjónustuveri Akureyrarbæjar veitir aðstoð og upplýsingar í s. 460-1000 og thjonustuver@akureyri.is

Grenndarstöðvar

Á Akureyri eru 10 grenndarstöðvar þar sem hægt er að skila flokkuðum úrgangi til endurvinnslu. Þegar grenndarstöðvar eru nýttar kemur úrgangurinn forflokkaður á Gámasvæðið og auðveldar það vinnuna þar til muna. Á grenndarstöðvum er gámur undir dagblöð og tímarit, gámur undir bylgjupappa og sléttan pappa, gámur undir drykkjarfernur, gámur undir plastumbúðir, kar undir málma, kar undir gler, staurkassi undir rafhlöður, ílát undir kertaafganga og ílát undir matarolíu/steikingarfeiti. Grenndargámarnir eru tæmdir daglega en þrátt fyrir það fyllast þeir reglulega. Ef um mikið magn er að ræða er gott að fara með það beint upp á Gámasvæðið við Réttarhvamm.

Grenndarstöðvar eru á eftirtöldum stöðum:
• Glerártorg, austan verslunarmiðstöðvar
• Krambúðin við Byggðaveg 98
• Hagkaup við Hjalteyrargötu, á bílastæði
• Nettó Hrísalundi, vestan verslunarmiðstöðvar
• Krambúðin við Borgarbraut 1
• Urðargil við spennistöð
• Bónus í Naustahverfi, sunnan verslunar (tvær stöðvar)
• Innbær, við Skautahöll
• Ráðhús við Geislagötu
• Bónus Langholti

Loftmynd af staðsetningu grenndarstöðva á Akureyri

 

Flöskur og dósir með skilagjaldi

Tekið er við flöskum og dósum með skilagjaldi í Endurvinnslunni í Furuvöllum 11 - sjá nánar á síðunni um flokkun

Djúpgámar

Djúpgámar leysa af hólmi sorptunnur eða sorpgáma. Djúpgámi er komið fyrir í steyptum ramma sem er grafinn
niður. Efri hluti djúpgáms líkist hefðbundinni ruslatunnu sem komið er fyrir á götu eða gangstétt, en undir
yfirborðinu er stórt rými sem tekur við úrganginum. Ekki skal blanda saman mismunandi úrgangslausnum innan
sömu lóðar, þ.e.a.s. djúpgámum og tunnum/gámum.

Smellið á hlekkinn til að sækja  leiðbeiningar fyrir húseigendur, byggingaraðila og hönnuði.

Leiðbeiningarnar svara spurningum framkvæmdaaðila sem og ráðgjafa og verktaka frá hugmyndastigi
þar til hægt er að byrja að nota djúpgáminn.

Hrísey

Í Hrísey eru ekki sorptunnur við heimahús heldur skila íbúar af sér óflokkuðu sorpi og lífrænum úrgangi á gámastöðvar sem finna má í hverri götu. Ein flokkunarstöð er í Hafnargötu þar sem hægt er að skila sorpi til endurvinnslu, þ.e. bylgjupappa, sléttum pappa og fernum, dagblöðum og tímaritum, járni, gleri og plasti. Hægt er að skila öðrum úrgangi eins og timbri, járni og spilliefnum á gámasvæðið

Grímsey

Í Grímsey eru 34 íbúðir. Við hverja íbúð er tunna með pokagrind og sorppoka fyrir óflokkaðan heimilisúrgang, auk íláta fyrir lífrænan úrgang sem höfð eru til hliðar við tunnuna eða innandyra. Óflokkuðum og lífrænum úrgangi er safnað reglulega og komið fyrir í gámum sem standa við höfnina, en þar eru einnig gámar fyrir timbur, málma og önnur endurvinnsluefni. Gámarnir eru fluttir með Grímseyjarferjunni til Dalvíkur og þaðan til losunar á Akureyri. Flokkun í gámana hefur verið ábótavant þannig að nær allur úrgangurinn hefur endað í urðun að timbri og járni frátöldu. Mjög lítið hefur safnast af lífrænum úrgangi.