Útboð á veitingarekstri í Amtsbókasafninu

Mynd af Amtsbókasafninu
Mynd af Amtsbókasafninu

Amtsbókasafnið á Akureyri leitar eftir aðila/aðilum til að annast rekstur á veitingastofu í húsnæði Amtsbókasafnsins, frá 1. júlí 2024 til þriggja ára, með möguleika á framlengingu til tveggja ára til viðbótar eða til 30. júní 2029. Rekstur veitingastofunnar yrði sjálfstæð eining en jafnframt mikilvægur hluti af bókasafninu.

Góð aðstaða er á fyrstu hæð Amtsbókasafnsins í Brekkugötu 17, en bjóðendum er boðið í vettvangsskoðun þann 27. maí kl. 13:00, mæting í anddyri Amtsbókasafns, Brekkugötu 17.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar frá og með fimmtudeginum 16. maí 2024.

Tilboðsfrestur er útrunninn.

 

Nánari upplýsingar um framkvæmd útboðsins eða útboðsgögn veitir Hrafnhildur Sigurðardóttir (hrafnhildursig@akureyri.is) á fjársýslusviði Akureyrarbæjar.