Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur þann 19. janúar 2021 samþykkt að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breyting er gerð á svæði milli Byggðavegar, Þingvallastrætis, Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis sem verður skilgreint sem miðsvæði þar sem m.a. verður gert ráð fyrir byggingu heilsugæslu auk íbúðabyggðar til viðbótar við starfsemi sem er á svæðinu. Þá er gerð breyting á ákvæðum íbúðasvæðis merkt ÍB19 sem felur í sér að heimilt verður að byggja heilsugæslu á lóð nr. 20 við Skarðshlíð auk íbúða á efri hæðum.
Hægt er að skoða tillöguna hér.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 21. apríl 2021 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagssviðs Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
Persónuupplýsingar sem fylgja athugasemdum við skipulag, s.s. kennitala, nafn og netfang eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsingar hjá Akureyrarbæ https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/personuverndarfulltrui
Athugasemdir teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn þeirra sem senda athugasemdir koma fram í fundargerðum skipulagsráðs sem eru birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar.