Akureyrarbær auglýsir í samstarfi við Vinnumálastofnun fjölbreytt sumarstörf fyrir námsmenn á Akureyri. Þetta eru spennandi en um leið krefjandi störf sem eru hluti af sérstöku atvinnuátaki vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf mjög fljótlega.
Nemi í lögfræði – persónuverndarlög og stafræn þróun
Starfsmaður starfar með bæjarlögmanni að verkefnum sem snúa að framkvæmd persónuverndarlaga. Eftirfylgni og úttekt með framkvæmdinni og úttekt á því hvað getur hindrað stafræna framþróun sveitarfélaga m.t.t. persónuverndarlaga og annarra laga. Umsækjendur skulu hafa lokið BA-gráðu í lögfræði og vera skráðir í nám í haust. Nánar hér.
Háskólanemi - greining á stöðu forvarna- og öryggismála
Stjórnsýslusvið auglýsir eftir háskólanema til að starfa innan mannauðsdeildar að greiningu á stöðu forvarna- og öryggismála hjá Akureyrarbæ. Í starfinu felst gagnaöflun, greining upplýsinga, framkvæmd könnunar, úrvinnsla niðurstaðna og skýrslugerð. Nánar hér.
Háskólanemi – mat á nýsköpunar- og þróunarverkefni
Öldrunarheimili Akureyrar auglýsa eftir háskólanema til að framkvæma mat á nýsköpunar- og þróunarverkefni um sveigjanlega dagþjálfun. Í starfinu felst gagnaöflun, greining upplýsinga, framkvæmd könnunar, úrvinnsla niðurstaðna og skýrslugerð. Nánar hér.
Háskólanemi – könnun á líðan, kjörum og viðhorfi eldra fólks
Samfélagssvið auglýsir eftir háskólanema í verkefni sem snýr að könnun á líðan, kjörum og viðhorfi eldra fólks á Akureyri til þjónustu og samfélags. Í starfinu felst gagnaöflun, greining upplýsinga, framkvæmd könnunar, úrvinnsla og skýrslugerð. Nánar hér.
Námsmenn 18 ára og eldri – Búsetusvið
Búsetusvið auglýsir sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri. Búsetusvið sér um að veita fólki fjölbreytta þjónustu sem miðar að því að styðja við sjálfstæða búsetu og/eða skapa því aðstæður til að lifa sem eðlilegustu lífi þrátt fyrir skerðingu á færni samfara hækkandi aldri, fötlun eða veikindum. Unnið er eftir hugmyndafræði um valdeflingu og þjónandi leiðsögn. Nánar hér.
Hér er hægt að skoða laus störf hjá Akureyrarbæ.