Mynd: Hilmar Friðjónsson
Laugardaginn 18. janúar síðastliðinn hélt sleðahundaklúbburinn Icehusky hina árlegu keppni sína í sleðahundadrætti.
Ræst var frá Hömrum og farið um Naustaborgir og Kjarnaskóg.
5 keppnisflokkar voru í boði, 20 km keppni með 4-5 hunda, 10 km keppni með 2-3 hunda, 5 km keppni með 2 hunda og barna- og unglingaflokkar, 800 m með einn hund. Alls
kepptu 21 lið og er það mikil aukning frá fyrri árum og sýnir hvað þetta sport er að verða vinsælt og er að festa sig í sessi.
Frá Akureyri komu 11 lið og 10 lið komu annars staðar frá. Hundar af ýmsum tegundum tóku þátt, Siberian husky, Alaskan husky, Grænlenskir
sleðahundar, þýskur pointer og Australian shepherd.
Brautin var mjög blaut og erfið yfirferðar og er því helst að kenna um hitanum sem hafði verið í vikunni en allir komust þó í mark
á góðum tímum.
Mikill fjöldi fólks kom til að horfa á og hvetja sín lið áfram.
Úrslit voru þessi:
20 km.
1. sæti Haraldur Ólafsson íslandmeistari
1 klst. 30 mín. 47 sek.
2. sæti Sigurður Birgir Baldvinsson
1 klst. 40 mín. 49 sek.
3. sæti Claire Thuilliez Nathaliesdóttir
1 klst. 46 mín. 42 sek.
4. sæti Erik Bart
1 klst. 48 mín. 37 sek.
5. sæti Páll Tryggvi Karlsson
1 klst. 53 mín. 11 sek.
10 km.
1. sæti Jón Kristjánsson.íslandmeistari
48 mín. 55 sek.
2. sæti María Björk Guðmundsdóttir
54. mín 40 sek.
3. sæti Sigurður Magnússon
1 klst. 2 mín. 9 sek.
5 km
1. sæti Birgir Hólm Þórhallsson.íslandmeistari
27 mín. 3 sek.
2. sæti Kolbrún Arna Sigurðardóttir
28 mín. 41 sek.
3. sæti Unnar Már Brynjarsson
35 mín. 22 sek.
4. sæti Auður Eyberg Helgadóttir
42 mín. 11 sek.
5. sæti Bjarni Freyr Þórðarson
44 mín. 20 sek.
6. sæti Þórdís Rún Káradóttir
47 mín. 28 sek.
800 m unglingaflokkur
Sylvía Rós Arnardóttir.íslandmeistari
4 mín. 30 sek.
Baldur Þór Pálsson
5 mín. 16 sek.
Karen Hrund Kristjánsdóttir
5 mín. 46 sek.
Elín Jóhanna Gunnarsdóttir
5 mín. 53 sek.
800 m barnaflokkur
Anna Rakel Gunnarsdóttir.íslandmeistari
5 mín. 10 sek.
Silja Maren Björnsdóttir
6 mín. 16 sek.
Hilmar Þorsteinsson
9 mín. 28 sek.