Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
1. janúar 2017 tóku gildi ný lög um húsnæðisbætur nr. 75/2016 sem fela í sér breytingar á húsaleigubótakerfi ríkis og sveitarfélaga. Frá áramótum sér Vinnumálastofnun um afgreiðslu nýrra húsnæðisbóta (áður almennar húsaleigubætur) en sveitarfélögin meta og afgreiða umsóknir um sérstakan húsnæðisstuðning, sem kemur í stað sérstakra húsaleigubóta.
Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárstuðningur fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem annars gætu ekki séð sér fyrir húsnæði vegna lágra launa, þungrar framfærslubyrði og félagslegra aðstæðna. Akureyrarbær hefur samþykkt reglur um sérstakan húsnæðisstuðning.
Umsóknum um sérstakan húsnæðisstuðning skal skilað til fjölskyldusviðs Akureyrarbæjar,Glerárgötu 26, 600 Akureyri. Umsóknareyðublöð fyrir sérstakan húsnæðisstuðning er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar, í þjónustuanddyri bæjarskrifstofanna í Geislagötu 9 og hjá fjölskyldusviði í Glerárgötu 26. Athugið að fyrst þarf að sækja um húsnæðisbætur hjá Vinnumálastofnun.
Frestur til að skila umsóknum fyrir janúar er til og með 31. janúar 2017. Eftir það verður umsóknarfrestur til 20. hvers mánaðar fyrir yfirstandandi mánuð.