Heimir Örn Árnason formaður bæjarráðs og Ján Danko borgarstjóri í Martin undirrita samkomulagið.
Undirritað hefur verið samkomulag um vináttusamband Akureyrarbæjar og borgarinnar Martin í Slóvakíu.
Samkomulagið felur meðal annars í sér að sveitarfélögin stuðli að samskiptum á vettvangi menningar- og félagsmála, íþróttamála og milli óháðra félaga og félagasamtaka.
Einnig felur vináttusambandið í sér samvinnu á sviði menntamála og í öðrum þeim verkefnum þar sem hagsmunir Akureyrarbæjar og Martin fara saman.