Samgönguvika hefst í dag

Evrópska samgönguvikan hefst í dag. Akureyrarbær tekur þátt og eru íbúar sveitarfélagsins hvattir til að skilja bílinn eftir heima og nota í staðinn umhverfisvæna og heilsusamlega samgöngumáta.

Frá árinu 2002 hafa bæir og borgir víða um Evrópu tekið þátt í sameiginlegu átaki vikuna 16.-22. september. Markmiðið er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft.

Þema samgönguviku í ár er Almannarými – virkir ferðamátar.

Akureyrarbær mun næstu daga miðla efni sem tengist þema vikunnar bæði hér á heimasíðunni og á samfélagsmiðlum. 

Vikan endar svo á Bíllausa deginum, 22. september. 

Hér er dagskrá Evrópskrar samgönguviku 2024.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan