Þjónustugáttina er að finna efst til hægri á forsíðu Akureyri.is.
Allir reikningar sem gefnir eru út af Akureyrarbæ eru birtir í þjónustugáttinni sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins. Ef þú sérð kröfu frá Akureyrarbæ í heimabanka eða banka-appi er tilvalið að kíkja í þjónustugáttina til að sjá nánari skýringu.
Innskráning í þjónustugátt er með rafrænum skilríkjum. Eftir innskráningu er farið í valmyndina Álagning og reikningar. Aftast í reikningslínu má smella á lógó til að birta mynd af reikningi.
Dæmi um reikninga sem þarna birtast eru grunn- og leikskólareikningar, fasteignagjöld, reikningar vegna tónlistarskóla, heimaþjónustu, húsaleigu og fleiri þjónustuþátta sem sveitarfélagið veitir.