Menningarhúsið Hof ljósum prýtt. Ljósmynd: Tjörvi Jónsson.
Akureyrarbær á afmæli í dag, 29. ágúst, og eru liðin 159 ár frá því bærinn hlaut kaupstaðarréttindi.
Hefð er fyrir því að fagna afmælinu með Akureyrarvöku en vegna Covid-19 var henni aflýst líkt og í fyrra. Nokkrir viðburðir eru þó á dagskrá um helgina og hefur myndlist og tónlist skipað háan sess, auk þess sem heillandi ljósaverk á nokkrum byggingum setja skemmtilegan svip á bæinn.
Auk afmælis sveitarfélagsins fagnar Menningarhúsið Hof 10+1 árs afmæli, en stórafmælinu var frestað í fyrra.
Allir afmælisviðburðir lúta samkomutakmörkunum og rúmast innan sóttvarnareglna.
Hér má skoða dagskrá helgarinnar.
Til hamingju með afmælið, allir íbúar, gestir og velunnarar Akureyrarbæjar nær og fjær.