Opið fyrir umsóknir um sölupláss á Jólatorginu helgina 21.-22. des og Þorláksmessukvöld

Opnunartími Jólatorgsins hefur verið framlengdur.
Opnunartími Jólatorgsins hefur verið framlengdur.

Stefnt er að því að lengja opnunartímabil Jólatorgsins og bjóða upp á opnun helgina 21.-22. desember sem og á Þorláksmessukvöld, þann 23. desember.

Við leitum nú að söluaðilum til að selja varning sem tengist á einhvern hátt jólahefðum landsmanna. Opið verður fyrir umsóknir um sölupláss út helgina og verða plássin staðfest mánudaginn 16. desember. Elísabet Ögn Jóhannsdóttir, verkefnastjóri menningarmála hjá Akureyrarbæ, tekur við umsóknum og svarar fyrirspurnum á netfanginu elisabetogn@akureyri.is.

Opnunartími Jólatorgsins umrædda daga:

  • Laugardagur 21. desember: 14:00-17:00 (3 klst)
  • Sunnudagur 22. desember: 14:00-17:00 (3 klst)
  • Mánudagur 23. desember (Þorláksmessa): 18:00-22:00 (4 klst)

Skipulögð dagskrá verður alla dagana þrjá. Gert er ráð fyrir að tveir söluaðilar komist fyrir í einu húsi. Hægt er að bóka pláss fyrir einn dag, en hlutfallslegur afsláttur verður veittur ef tveir eða allir þrír dagar eru valdir. 

Verð fyrir söluaðila:

  • Laugardagur 21. des:
    • Pláss í 3ja metra húsi: 9.000 kr.
    • Pláss í 4ja metra húsi: 11.250 kr.
  • Sunnudagur 22. des:
    • Pláss í 3ja metra húsi: 9.000 kr.
    • Pláss í 4ja metra húsi: 11.250 kr.
  • Mánudagur 23. des (kvöldopnun á Þorláksmessu):
    • Pláss í 3ja metra húsi: 10.000 kr.
    • Pláss í 4ja metra húsi: 12.500 kr.

       

*Ef teknir eru 2 dagar þá er gefinn 10% afsláttur af heildarverði

*Ef teknir eru allir 3 dagarnir þá er 15% afsláttur af heildarverði.

 

Umsóknir þurfa að berast fyrir lok dags sunnudaginn 10. desember. Sótt er um í gegnum netfangið elisabetogn@akureyri.is.

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja umsóknum:

  • Nafn og símanúmer umsóknaraðila
  • Myndir og upplýsingar um söluvarninginn
  • Upplýsingar um hvaða daga sótt er um og hvort sótt sé um pláss í 3ja metra breiðu húsi eða 4ra metra breiðu húsi

Athugið að það er á ábyrgð söluaðila að tryggja að öll tilskilin leyfi séu til staðar, ef varningurinn krefst þess.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan