Öll velkomin á sunnudaginn þegar kirkjutröppurnar verða opnaðar.
Nýju kirkjutröppurnar verða opnaðar sunnudaginn 22. desember kl. 16. Að lokinni hátíðlegri athöfn er bæjarbúum boðið í skrúðgöngu upp að Akureyrarkirkju. Öll eru hjartanlega velkomin!
Kirkjutröppurnar eru stór hluti af bæjarmynd Akureyrar og Akureyrarkirkja eitt helsta kennileiti bæjarins. Akureyrarbær þakkar bæjarbúum biðlundina og skilninginn sem þeir hafa sýnt meðan unnið hefur verið að endurbótum á kirkjutröppunum, þrátt fyrir ófyrirséðar hindranir sem tafið hafa verkið frá upphaflegri áætlun.