Frá og með 1. janúar 2025 skal deiliskipulag unnið á stafrænu formi samkvæmt 46. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Það felur í sér að skipulagsgögn eru unnin í landupplýsingakerfi með samræmdum hætti, auk þess að deiliskipulagið er sett fram í skipulagsgreinargerð og á skipulagsuppdráttum eins og verið hefur. Um er að ræða nýja nálgun sem hefur í för með sér nýjar aðferðir og verklag sem skipulagsráðgjafar og skipulagshönnuðir þurfa að tileinka sér.
Til að tryggja samræmd vinnubrögð og farsæla innleiðingu stafræns deiliskipulags hefur Skipulagsstofnun gefið út gagnalýsingu og leiðbeiningar um gerð stafræns deiliskipulags og sniðmát (.gdb og .gpkg).
Nánari upplýsingar má nálgast á vef Skipulagsstofnunar.