Ein af glærunum úr kynningu á nýjum leiksvæðum í Nausta- og Hagahverfi.
Miklar verklegar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á vegum sveitarfélagsins á árinu 2023. Umhverfis- og mannvirkjasvið tekur saman yfirlit og fróðleik um það helsta og birtir hér á heimasíðunni.
Heildaryfirlit hefur verið birt, einnig upplýsingar með myndum um nýframkvæmdir í Holtahverfi og Móahverfi. Nú bætist við áhugavert skjal um framkvæmdir á leiksvæðum og grænum svæðum í Nausta- og Hagahverfi. Markmiðið er að fjölskyldan geti notið sín saman við útiveru á grænum svæðum þar sem er að finna ýmis konar leiksæki, nestisborð og fjölbreyttan trjágróður.
Hér er upplýsingasíðan um fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu 2023.