Mynd: Daníel Starrason.
Opinber heimsókn forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, og Elizu Reid, forsetafrúar, til Akureyrar dagana 25. og 26. ágúst tókst fádæma vel.
Dagskráin var fjölbreytt, tíminn vel nýttur og farið víða.
Forsetahjónin tóku virkan þátt í Akureyrarvöku sem forsetinn setti í Lystigarðinum á föstudagskvöldið.
Á föstudagsmorgun flögguðu þau fána Akureyrarvöku með leikskólabörnum, þau funduðu með bæjarstjóra og bæjarstjórn, heimsóttu söfn og vinnustaði, svo fátt eitt sé nefnt.
Meðfylgjandi myndir tók Daníel Starrason og þær segja meira en þúsund orð um þá stemningu sem ríkti í kringum opinbera heimsókn forsetahjónanna til Akureyrar.
Smellið á myndirnar að neðan til að sjá stærri útgáfur þeirra og fletta á milli.