Merk tré á Akureyri

Merk-treSkógræktarfélag Eyfirðinga hefur, í samvinnu við Akureyrarbæ, gefið út bækling um nokkur af merkilegri trjám í bæjarlandi Akureyrar. Þar eru birtar myndir af trjánum, staðsetning þeirra kortlögð, fjallað um uppruna og birt hæðarmæling frá því í ágúst 2005.

Bæklingurinn er gefinn út í tilefni 75 ára afmælis félagsins sem var 11. maí árið 2005 og er ætlað að auðvelda áhugafólki um trjárækt að finna merk tré í bænum og njóta þeirra.

Allt frá því að trjárækt hófst á Íslandi í einhverjum mæli í kringum aldamótin 1900, hefur Akureyri staðið feti framar öðrum bæjarfélögum á landinu á því sviði. Akureyri hefur stundum verið kölluð „bærinn í skóginum“ og ekki að ástæðulausu.

Bæklingnum er dreift ókeypis og hann má nálgast m.a. í þjónustuanddyri Ráðhússins að Geislagötu 9, í Upplýsingamiðstöð ferðamanna Hafnarstræti 82, hjá starfsfólki í Lystigarðinum og einnig á öllum bensínstöðvum í bænum. Smelltu hér til að skoða bæklinginn á pdf-formi.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan