Markaðskönnun fyrir nýja heimasíðu Akureyrarbæjar

Skjáskot af heimasíðu Akureyrarbæjar eins og hún lítur út núna.
Skjáskot af heimasíðu Akureyrarbæjar eins og hún lítur út núna.

Akureyrarbær býður áhugasömum að taka þátt í markaðskönnun vegna hönnunar og smíði nýrrar vefsíðu sveitarfélagsins akureyri.is.

Markmiðið er að gera nútímalegan og góðan vef sem er aðgengilegur í öllum tækjum.

Auglýst er eftir samstarfsaðilum sem hafa:

  • Reynslu af því að smíða opinberan vef, t.a.m. fyrir sveitarfélag
  • Sterkt hönnunarteymi innanborðs
  • Smíðað vef sem skarar fram úr og hefur vakið athygli á síðustu þremur árum
  • Reynslu af því að gera hönnunarkerfi fyrir vefi
  • Reynslu af framleiðslu vefja í opnum vefumsjónarkerfum (e. open-source)

Óskað er eftir því að fyrirtæki sendi yfirlýsingu um áhuga á verkefninu með rökstuðningi um hæfni út frá ofantöldum skilyrðum, að hámarki ein A4 blaðsíða.

Yfirlýsinguna skal senda á Jón Þór Kristjánsson forstöðumann þjónustu og þróunar í netfangið jon.thor@akureyri.is í síðasta lagi 12. febrúar 2024.

Bent er á að fyrirtæki sem sérhæfa sig annars vegar í forritun og hins vegar í hönnun geta parað sig saman og lýst yfir áhuga á að vinna verkefnið sameiginlega.

Allt að fimm mögulegum samstarfsaðilum verður boðið að kynna sig nánar og þá nálgun sem þeir sjá fyrir sér ásamt því að senda inn tilboð í verkið.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan