Mynd: Tinna Stefánsdóttir.
Margt og mikið bar á góma í líflegum umræðum á árlegum fundi ungmennaráðs með bæjarstjórn sem haldinn var þriðjudaginn 16. apríl sl.
Fulltrúar ungmennaráðs fluttu mál sitt með skeleggum hætti og voru bæjarfulltrúar til svara.
Rætt var um hlutverk ráðsins sem og um mikilvægi þess að efla nemendaráð grunnskóla, umhverfismál voru til umræðu og einnig skólamáltíðir, svokallaðar skuggakosningar, frístundastyrkur, sálfræðiþjónusta fyrir börn og fleira.
Fundargerðina má lesa hér.
Hér gefur að líta upptöku frá fundinum (beðist er velvirðingar á slökum hljómgæðum fyrstu sekúndurnar).
Myndirnar tók Tinna Stefánsdóttir.