Litla skrímslið og Stóra skrímslið mæta í jólaskapi á Jólatorgið um helgina.
Um helgina verður líf og fjör á Jólatorginu á Ráðhústorgi!
Á laugardaginn hefjast herlegheitin kl. 13, þegar jólahúsin opna með jólalegum varningi til sölu. Kl. 14 taka Litla skrímslið og Stóra skrímslið sviðið og skemmta yngstu gestunum. Jólasveinarnir mæta svo kl. 14:30 og kl. 15 mun tónlistarmaðurinn Rúnar Eff spila fyrir gesti og gangandi. Athugið að tímasetningar skemmtiatriðanna hafa breyst örlítið frá fyrri auglýsingum.
Á sunnudaginn verða jólahúsin opin frá 13-17. Litla skrímslið og Stóra skrímslið mæta aftur kl. 14 og jólasveinarnir kl. 14:30. Tónlistarfólkið Jónína Björt og Valmar Väljaots flytja svo jólalög kl. 15:15 og koma okkur öllum í ekta jólaskap.
Öll velkomin!
Hér sérðu alla dagskrá Jólatorgið sem og yfirlit yfir annað skemmtilegt sem er að gerast í miðbænum um helgina.