Jarðvegslosunarsvæðinu á Jaðri er nú aðgangsstýrt. Þeir sem óska eftir aðgangi að svæðinu geta sent beiðni þess efnis á netfangið jadarlosun@akureyri.is.
Aðeins er heimilt að losa á svæðinu á skilgreindum opnunartíma og verður innheimt gjald fyrir losun samkvæmt gjaldskrá Akureyrarbæjar.
Opnunartími svæðis er sem hér segir:
Sumaropnun 1. apríl – 15. október
Opið 07:00-22:00
Vetraropnun 16. október – 31. mars
Samkvæmt samkomulagi, jadarlosun@akureyri.is
Heimilt er að losa á tveimur skilgreindum svæðum. Annars vegar er merkt svæði fyrir jarðveg úr gatna- og húsagerð, hrossaskít, gras, greinar og annan gróður og hins vegar svæði fyrir trjáboli án greina.
Akureyrarbær og Golfklúbbur Akureyrar hafa sett umgengnisreglur fyrir svæðið sem mikilvægt er að notendur kynni sér:
• Svæðið er ætlað fyrir losun Akureyrarbæjar, verktaka og gámafyrirtækja á Akureyri.
• Einungis er heimilt að losa á skilgreindum svæðum innan opnunartíma.
• Sé losað fyrir utan merkt losunarsvæði hefur Akureyrarbær heimild til að láta færa efnið og/eða slétta úr því á kostnað viðkomandi aðila.
• Einungis skal losa þann úrgang sem heimilt er að losa á svæðinu. Öðrum úrgangi verður komið í viðeigandi farveg á kostnað losunaraðila.
• Öll minni losun skal fara fram á gámasvæðinu við Réttarhvamm.