Íþróttafólk Akureyrar 2021 – tilnefningar

Aldís Kara Bergsdóttir og Viktor Samúelsson voru íþróttafólk Akureyrar 2020.
Aldís Kara Bergsdóttir og Viktor Samúelsson voru íþróttafólk Akureyrar 2020.

Tilkynnt verður á fimmtudaginn næstkomandi um val á íþróttakarli og íþróttakonu Akureyrar fyrir árið 2021.

Oft hefur bæjarbúum verið boðið til athafnar við þetta tilefni, en vegna aðstæðna verður athöfnin lágstemmd og fámenn líkt og í fyrra. Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA) og Akureyrarbær standa að valinu en þetta er í 43. sinn sem framúrskarandi íþróttafólk sveitarfélagsins (áður íþróttamaður Akureyrar) er heiðrað.

Tíu efstu tilnefningar til íþróttakarls Akureyrar 2021:

  • Árni Bragi Eyjólfsson, KA, fyrir handbolta. 
  • Baldvin Þór Magnússon, UFA, fyrir hlaup (millivegalengdir). 
  • Brynjar Ingi Bjarnason, KA, fyrir knattspyrnu. 
  • Gunnar Aðalgeir Arason, SA, fyrir íshokkí.
  • Isak Stianson, SKA, fyrir skíðagöngu.
  • Izaar Arnar Þorsteinsson, Akur, fyrir bogfimi.
  • Jóhann Gunnar Finnsson, FIMAK, fyrir hópfimleika.
  • Lárus Ingi Antonsson, GA, fyrir golf. 
  • Þorbergur Ingi Jónsson, UFA, fyrir fjallahlaup. 
  • Þorlákur Sigurðsson, Nökkvi, fyrir siglingar. 

Myndband sem kynnir íþróttakarlana betur:

Tíu efstu tilnefningar til íþróttakonu Akureyrar 2021:

  • Aldís Kara Bergsdóttir, SA, fyrir listhlaup. 
  • Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA, fyrir golf. 
  • Anna María Alfreðsdóttir, Akur, fyrir bogfimi. 
  • Arna Sif Ásgrímsdóttir, Þór vegna Þór/KA, fyrir knattspyrnu. 
  • Karen María Sigurgeirsdóttir, KA vegna Þór/KA, fyrir knattspyrnu. 
  • Katla Björg Dagbjartsdóttir, SKA, fyrir alpagreinar. 
  • Paula Del Olmo Gomez, KA, fyrir blak. 
  • Rakel Sara Elvarsdóttir, KA vegna KA/Þór, fyrir handbolta.
  • Rut Jónsdóttir, KA vegna KA/Þór, fyrir handbolta. 
  • Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir, UFA, fyrir hlaup (millivegalengdir og langhlaup). 

Myndband sem kynnir íþróttakonurnar betur:

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan