Hverju skilar samstarf nágranna og hvað prýðir gott sveitarfélag?

Föstudaginn 9. febrúar verður málþingið "Út um borg og bý: Hverju skilar samstarf nágranna og hvað prýðir gott sveitarfélag?" haldið í Menningarhúsinu Hofi. Þingið er á vegum SSNE. Þar fjallar reynslumikið fólk um ýmis málefni sem tengjast m.a. samstarfi sveitafélaga og drög að borgarstefnu verða kynnt. Drögin verða aðgengileg í samráðsgátt stjórnvalda og er áætlað að hægt verði að skila inn umsögn um þau út mars.

Nauðsynlegt er að skrá sig á þetta áhugaverða málþing, hvort sem gestir hyggjast njóta í sal eða fyrir framan skjá, en streymt verður frá þinginu.

Opið er fyrir skráningu út morgundaginn, miðvikudaginn 7. febrúar. Málþingið er gestum að kostnaðarlausu, sem og hádegisverður þeirra gesta sem geta sótt þingið í Hofi.

Smelltu hér og skráðu þig til leiks.

Dagskrá

11.00: Málþingssetning; Helena Eydís Ingólfsdóttir, varaformaður SSNE

Húsaþyrping eða samfélag?

11.10: Aðdráttarafl smærri sveitarfélaga á Norðurlöndunum
Ágúst Bogason, sérfræðingur hjá Nordregio, Norrænu byggðastofnuninni

11.25: Byggðabragur: Hvernig getur félagsleg sálfræði nýst sem verkfæri í byggðaþróun?
Bjarki Grönfeldt, lektor við Háskólann á Bifröst

11.40: Aðlaðandi bæir – ávinningur af Norrænu samstarfi
Helena Guttormsdóttir, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands

11.55: Umræður

12.20: Hádegismatur

Samstarf sveitarfélaga

13.00: Velferðarstefna Vesturlands
Páll Snævar Brynjarsson, framkvæmdastjóri SSV

13.15: Skilar samstarf sveitarfélaga betri niðurstöðu fyrir íbúa?
Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar

13.30: Samhæfð svæðaskipan í þágu farsældar barna
Svandís Ingimundardóttir, sérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu
Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ
Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ

13.50: Umræður

Borgarstefna

14.30: Borgarstefna Íslands
Ingvar Sverrisson formaður starfshóps um mótun borgarstefnu

Umræður í lokin.

Viltu fá áminningu á fésbókarsíðunni eða deila viðburðinum? Smelltu þá hér.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan