Mynd: María H. Tryggvadóttir
Um jól og áramót fellur yfirleitt mikið til af alls kyns úrgangi og rusli á heimilum. Flugeldarusl og lifandi jólatré sem lokið hafa hlutverki sínu eru þar á meðal. Mikilvægt er að koma hvoru tveggja í endurvinnslu en skilja ekki eftir á víðavangi.
Gámum fyrir flugeldarusl hefur verið komið fyrir á bak við Hjalteyrargötu 12, björgunarmiðstöð Súlna. Einnig við verslanir Bónuss í Naustahverfi og Langholti, sem og við grenndarstöðina norðan við ráðhús Akureyrarbæjar og fljótlega verður þar komið fyrir gámum fyrir jólatré.
Athugið að flugeldarusl og jólatré verða ekki tekin við lóðamörk.
Hjálpumst að við að hreinsa til eftir hátíðarnar og koma ruslinu rétta leið!