Hlíðarfjall opnar á laugardaginn

Mynd af facebook-síðu Hlíðarfjalls.
Mynd af facebook-síðu Hlíðarfjalls.

Loksins er komið að því –  Hlíðarfjall opnar á laugardaginn!

Snjóframleiðsla hefur staðið yfir allan sólarhringinn frá sunnudegi og aðstæður eru nú orðnar nægilega góðar til að tengja saman leiðir og lyftur. Lítið hefur borið á náttúrulegum snjó, en snjóframleiðsla heldur áfram til að bæta svæðið, og væntingar eru um að fersk snjókoma bætist við á næstunni.

Opið verður í Fjarka, Hólabraut, Hjallabraut og Töfrateppi. Kaðallyftan Auður verður óvirk þar til varahlutir berast vegna tjóns sem varð við uppsetningu nýs kaðals.

Fyrir gönguskíðakappa verður Ljósahringurinn og Andrés troðnir en snjólag er mjög þunnt og lítið sem ekkert er af snjó utan brauta.

Sjáumst í fjallinu!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan