Heimsóttu verksmiðju TDK Foil í Krossanesi

Á myndinni eru frá vinstri Gunnar Gunnarsson tæknistjóri, Halla Björk Reynisdóttir, Ásthildur Sturlu…
Á myndinni eru frá vinstri Gunnar Gunnarsson tæknistjóri, Halla Björk Reynisdóttir, Ásthildur Sturludóttir og Norbert Kardos rekstrarstjóri TDK Foil á Íslandi.

Í Krossanesi er rekin álþynnuverksmiðja TDK Foil þar sem starfa nú um 90 manns af 16 þjóðernum og er því hér um að ræða einn af stærstu vinnustöðum í sveitarfélaginu.

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, og Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, heimsóttu verksmiðjuna á dögunum og fengu kynningu á þeirri starfsemi sem þar fer fram. Í verksmiðjunni eru framleiddar álþynnur fyrir rafþétta sem finna má í ýmsum heimilistækjum og öðrum rafbúnaði. Fullyrða má að tugir eða hundruð rafþétta séu á hverju heimili og í ökutækjum um allan heim. 

Síðastliðið sumar var skrifað samning á milli Norðurorku og TDK sem var mikið gleðiefni og snerist um nýtingu glatvarma frá verksmiðjunni. Glatvarmi er ónýttur varmi eða orka sem hægt er að fanga og virkja í stað þess að hann streymi frá fyrirtækjum. Glatvarminn verður nýttur til upphitunar á bakrásarvatni úr kerfum Norðurorku. Gert er ráð fyrir því að þessi aðgerð geti skilað allt að 10 MW í afli inn í kerfið til að byrja með en til samanburðar er hámarksafl hitaveitunnar á Akureyri um 100 MW.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan