Tillaga að breyttu deiliskipulagi
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á deiliskipulagi Háskólans á Akureyri.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir stækkun skipulagssvæðisins til austurs að Dalsbraut þar sem bætt er við tveimur nýjum lóðum fyrir stúdentagarða á allt að fimm hæðum auk kjallara.
Deiliskipulagsuppdrátt má sjá hér.
Tillagan verður jafnframt aðgengileg hjá þjónustu- og skipulagssviði í Ráðhúsi Akureyrarbæjar frá 24. maí - 8. júlí 2023. Hægt er að skila inn athugasemdum um tillöguna á netfangið skipulag@akureyri.is eða bréfleiðis til Þjónustu- og skipulagssviðs, Ráðhúsi, Geislagötu 9, 600 Akureyri, til 8. júlí 2023.
Athugasemdir teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn þeirra sem senda inn athugasemdir koma fram í fundargerðum skipulagsráðs sem birtar eru á heimasíðu Akureyrarbæjar. Persónuupplýsingar sem fylgja athugasemdum við skipulag, s.s. kennitala, nafn og netfang eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hjá Akureyrarbæ hér.