Akureyrarbær auglýsir eftir þróunaraðila til uppbyggingar á lóðinni Gránufélagsgata 22 á Oddeyri og mun úthlutun byggja á mati skipulagsráðs á þeim tillögum sem berast.
Í greinargerð og á uppdráttum skal lýsa almennum áformum um gerð og umfang uppbyggingar á lóðinni og áætluðum uppbyggingarhraða. Þá þarf að gera grein fyrir hvernig tillagan samræmist almennum ákvæðum gildandi aðalskipulags sem varðar uppbyggingu á þessu svæði.
Við mat á tillögum verður meðal annars litið til þess hvernig fyrirhuguð uppbyggingin fellur að yfirbragði núverandi byggðar án þess að gerð sé krafa um að nýjar byggingar verði eftirlíking þeirra húsa sem fyrir eru á svæðinu. Markmið með uppbyggingunni er að viðhalda og styrkja megineinkenni byggðar á Oddeyri og bæta yfirbragð hennar og stuðla þannig að verndun og viðhaldi bæjarhlutans.
Úthlutunarskilmála og fylgiskjöl má nálgast Hér.
Vinsamlegast athugið að nauðsynlegt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum þess sem kemur til með að undirrita umsókn fyrir hönd umsækjenda
Skila skal inn tillögum rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar eigin síðar en kl. 12:00 miðvikudaginn 22. febrúar 2023.