Götulokanir vegna Jólatorgs

Jólatorgið á Ráðhústorgi verður opið um helgina og á Þorláksmessukvöld. Til að allt gangi snurðulaust fyrir sig verður nokkuð um götulokanir í miðbænum.

Lokanirnar gilda á þessum tímum:
Laugardagur 21. des lokað 13:00-17:30
Sunnudagur 22. des lokað 13:00-17:30
Mánudagur 23. des lokað 17:00-22:30

Með Jólatorginu verður sköpuð hátíðleg aðventustemning á Ráðhústorgi. Þar verður til sölu ýmis varningur sem yfirleitt tengist hátíðarhöldunum og boðið upp á dagskrá fyrir börn og fullorðna þá daga sem Jólatorgið er opið. Öll velkomin á jólatorgið!

Allar nánari upplýsingar um Jólatorgið er að finna á jólatorg.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan