Góður hverfisfundur í Naustaskóla

Mynd: Ragnar Hólm
Mynd: Ragnar Hólm

Í gær fór fram hverfisfundur í Naustaskóla sem einkum var ætlaður íbúum Nausta- og Hagahverfis þótt allir væru að sjálfsögðu velkomnir. Ágætlega var mætt á fundinn og umræður líflegar.

Það sem íbúar hverfisins kunna helst að meta við nærumhverfi sitt er nálægð við náttúru og útivistarhverfi, göngustígar og snjómokstur. Þegar talið barst að því sem helst þarf að bæta nefndi fólk til að mynda betri nærþjónustu og meiri afþreyingarmöguleika. 

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, opnaði fundinn en síðan tóku við almennar umræður á borðum í salnum þar sem bæjarfulltrúar hlýddu á mál íbúa hverfisins og skráðu niður þær hugmyndir, umkvartanir, lof og last, sem fram komu í umræðunum.

Niðurstöðum verður síðan komið áfram í réttan farveg og á framfæri við stjórnendur sveitarfélagsins og pólitískt kjörna fulltrúa til frekari úrvinnslu.

Næsti fundur verður haldinn klukkan 17 í dag í Oddeyrarskóla og er skorað á íbúa hverfisins að fjölmenna og taka þátt í umræðunum. Barnahorn verður á fundinum og svo verða grillaðar pylsur í lok fundar.

Hvað er gott við Oddeyrina og hvað mætti helst bæta?

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan