Gamla Akureyri

Ljósmyndasýningin Gamla Akureyri á RáðhústorgiÁ Ráðhústorgi á Akureyri ber að líta skemmtilega ljósmyndasýningu sem Hermann Arason hefur sett saman í samvinnu við Minjasafnið á Akureyri. Sýningin nefnist Gamla Akureyri og sýnir eins og nafnið ber til kynna gamlar myndir frá akureyrsku mannlífi. Myndirnar eru allar frá Ljósmyndastofu Jóns og Vigfúsar, (Jón Sigurðsson og Vigfús Friðriksson) og eru teknar á árunum 1920 og fram yfir 1950.

Myndirnar lífga mikið upp á torgið og er gaman að rölta þar um og sjá hvernig bærinn hefur þróast í áranna rás. Sýningin er hluti af Listasumri á Akureyri.

 

Knattspyrnulið Frystihúss KEA við félagshús Þórs á Oddeyri

Ljósmyndasýningin Gamla Akureyri á Ráðhústorgi

Skemmtileg mynd af Sundlauginni á Akureyri.

Ljósmyndasýningin Gamla Akureyri á Ráðhústorgi

Frá baráttufundi verkalýðsins 1. maí

Ljósmyndasýningin Gamla Akureyri á Ráðhústorgi

Ljósmyndasýningin Gamla Akureyri lífgar upp á Ráðhústogið og trekkir að fólk á öllum aldri



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan