Frestur til að senda inn texta í Ritlistakeppni Ungskálda rennur út á fimmtudaginn 31. október.
Ungskáld er verkefni á Akureyri sem hefur það að markmiði að efla ritlist og skapandi hugsun hjá ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Verkefnið hófst árið 2013 og er það eina sinnar tegundar á landinu.
Staðið er fyrir ritlistakeppni þar sem veitt eru peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Engar hömlur eru settar á texta, hvorki varðandi efnistök né lengd. Þeir þurfa þó að vera á íslensku og eigið frumsamið hugverk. Nánari upplýsingar um ritlistakeppnina, ásamt rafrænu umsóknarblaði má nálgast hér.
Kaffihúsakvöld Ungskálda verður miðvikudagskvöldið 6. nóvember á LYST í Lystigarðinum frá kl. 20.00-21.30. Kvöldið er ætlað ungu fólki á aldrinum 16-25 ára sem hefur áhuga á ritlist og er því að kostnaðarlausu. Frábært tækifæri til að læra eitthvað nýtt, kynnast skrifum annarra og jafnvel lesa upp sín eigin verk. Veitingar eru í boði fyrir skráða gesti. Hægt er að skrá sig hér.
Á degi íslenskrar tungu, laugardaginn 16. nóvember kl. 14, tilkynnir dómnefnd um úrslit í ritlistasamkeppni Ungskálda 2024 í Amtsbókasafninu á Akureyri. Öll velkomin.
Allar nánari upplýsingar og skráning á ungskald.is.