Fjölsóttur íbúafundur um lóðina Viðjulund 1

Íbúafundur var haldinn fimmtudaginn 24. ágúst sl. í sal Rauða krossins við Viðjulund. Fundurinn var afar svel sóttur og sköpuðust þar líflegar umræður um deiliskipulag fyrir lóðina að Viðjulundi 1.

Kynntar voru tillögur að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina þar sem áformað er að byggð verði tvö fjölbýlishús, annars vegar fimm hæða og hins vegar sjö hæða.

Tillögurnar eru í auglýsingu til 2. október nk. og gefst íbúum og hagsmunaaðilum kostur á að koma með athugasemdir innan þess tíma. Athugasemdum má skila á netfangið skipulag@akureyri.is, í gegnum Skipulagsgátt; skipulagsgatt.is eða bréfleiðis til þjónustu- og skipulagssviðs, Ráðhúsi, Geislagötu 9, 600 Akureyri.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á fundinum í síðustu viku.

Smellið á myndirnar að neðan til að sjá stærri útgáfur og fletta á milli þeirra.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan