Nýju kirkjutröppurnar voru formlega opnaðar við hátíðlega athöfn í gær, þar sem fjölmenni kom saman og sýndi glöggt hversu mikils bæjarbúar meta tröppurnar og kirkjuna.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, klippti á borðann og barnakór Akureyrarkirkju flutti jólalög við góðar undirtektir. Að athöfn lokinni gengu gestir saman upp tröppurnar, þar sem kirkjutónlist tók á móti hópnum inni í Akureyrarkirkju.
Ljósmyndarinn Daníel Starrason var á staðnum og festi stemninguna á filmu.