Skipulagsráð Akureyrarbæjar kynnir, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018 - 2030.
Breytingin felst í að þéttleiki íbúðabyggðar verður 25 - 30 íbúðir á ha í stað 26 íbúða á ha áður. Viðmiðum fyrir skiptingu íbúða er breytt eftirfarandi:
Gildandi aðalskipulag: fjölbýli 40%, par- og raðhús 40%, einbýlishús 20%.
Breytt aðalskipulag: fjölbýli 60-80%, sérbýli (einbýlis-, par- og raðhús) 20 - 40%.
Áætlaður íbúðafjöldi á svæðinu eykst úr 1340 íbúðum í 1800 - 2000 íbúðir. Þá mun Síðubraut verða framlengd um 300m til suðvesturs og aðveitulögn vatnsveitu hliðrað ásamt því að útivistarleið ofan svæðisins hliðrast lítillega. Afmörkun svæðisins breytist óverulega en stærð þess helst óbreytt.
Drög að aðalskipulagsbreytingunni eru aðgengileg á 1. hæð í Ráðhúsi Akureyrarbæjar og á heimasíðu bæjarins: www.akureyri.is – neðst á forsíðu undir: Auglýstar skipulagstillögur. Einnig má skoða tillöguna hér.
Hægt er að skila inn athugasemdum og ábendingum um skipulagstillöguna á netfangið skipulagssvid@akureyri.is eða bréfleiðis á Skipulagssvið Akureyrarbæjar, Ráðhúsi, Geislagötu 9, 600 Akureyri, til 1. desember nk.
Athugasemdir teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn þeirra sem senda inn athugasemdir koma fram í fundargerðum skipulagsráðs sem birtar eru á heimasíðu Akureyrarbæjar. Persónuupplýsingar sem fylgja athugasemdum við skipulag, s.s. kennitala, nafn og netfang eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hjá Akureyrarbæ hér.
Akureyri, 17. nóvember 2021
Sviðsstjóri skipulagssviðs