Breyttur útivistartími barna tók gildi 1. september

Vakin er athygli á breyttum útivistartíma barna og unglinga sem tók gildi 1. september. Nú mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 20.00 en 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 22.00. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár.

Foreldrum/forráðamönnum er að sjálfsögðu heimilt að stytta þennan tíma og setja börnum sínum reglur um styttri útivistartíma.

Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum og mega börn ekki vera á almanna færi utan ofangreings tíma nema í fylgd með fullorðnum. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan