Blöndulína 3 - Drög að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030

Svæðið sem breytingin nær til
Svæðið sem breytingin nær til

Skipulagsráð Akureyrarbæjar kynnir hér með drög að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin tekur til svæða sem merkt eru ÓB, ÍÞ7 og SL7 í aðalskipulagi og felst meðal annars í að felldir eru út skilmálar í greinargerð um iðnaðarsvæði I16 fyrir tengivirki í landi Kífsár. Kafla 2.1.27 Veitur, sem fjallar um Blöndulínu 3, er breytt á þann veg að Blöndulína 3 tengist Rangárvöllum sem loftlína. Þegar tæknilegar forsendur hafa skapast til að breyta loftlínu í jarðstreng næst Akureyri er gert ráð fyrir að línan sé lögð í jörðu að hluta leiðarinnar. Öryggis- og athafnarsvæði 220kV jarðstrengs með tvö strengsett er um 20 m breytt og felur í sér byggingarbann og takmarkanir á röskun lands nema í samráði við Landsnet. Aðgengi til viðgerða á strengnum þarf að vera tryggt og takmarkanir eru á plöntun trjágróðurs. Gert er ráð fyrir niðurrifi Rangárvallarlínu 2 þremur árum eftir að Blöndulína 3 kemst í rekstur.

Skipulagsuppdráttinn má nálgast hér.

Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að kynna sér breytinguna og senda inn ábendingar þar sem fram kemur nafn, kennitala og heimilisfang í gegnum Skipulagsgátt.

Frestur til að koma ábendingum við skipulagstillöguna á framfæri er veittur til 9. janúar 2025.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan