Blanda af fjölbýlishúsum og sérbýlishúsum í Móahverfi

Akureyrarbær hefur samþykkt að auglýsa eftir kauptilboði í 25 einbýlis- og þrjár raðhúsalóðir í Móahverfi.

Við skipulag svæðisins var lögð áhersla á að leggja grunninn að nýju og vönduðu íbúðahverfi með fjölbreyttum íbúðagerðum og grænum svæðum sem verður aðlaðandi til búsetu. Áhersla er á góðar tengingar gangandi og hjólandi innan hverfis, við aðliggjandi hverfi og útivistarsvæði.

Í hverfinu í heild er gert ráð fyrir á bilinu 960-1.100 íbúðum og hefur 11 lóðum þegar verið úthlutað þar sem byggja má um 270 íbúðir. Framkvæmdir eru að hefjast um þessar mundir.

Deiliskipulag Móahverfis var samþykkt í bæjarstjórn Akureyrarbæjar 10. maí 2022. Í hverfinu er gert ráð fyrir blöndu af fjölbýlishúsum og sérbýlishúsum.

Nánari upplýsingar á útboðsvef Akureyrarbæjar. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan