Bjarki Jóhannesson hefur verið ráðinn skipulagsstjóri Akureyrarbæjar og hefur störf 1. nóvember nk. Alls sóttu sex um stöðuna. Bjarki tekur við starfinu af Pétri Bolla Jóhannessyni sem hefur gegnt stöðunni í 10 ár.
Bjarki er fæddur og uppalinn Akureyringur. Hann er stúdent frá MA, lærði verkfræði HÍ og arkitektúr í Lundi í Svíþjóð. Hann er með masterspróf í skipulagsfræði frá Bandaríkjunum og doktorsnám frá Bretlandi.