Auglýst eftir umsóknum í Afrekssjóð Akureyrarbæjar 2024

Íþróttafólk ársins 2023. Frá vinstri: Guðrún Freysteinsdóttir (amma Baldvins Þórs, íþróttakarls ársi…
Íþróttafólk ársins 2023. Frá vinstri: Guðrún Freysteinsdóttir (amma Baldvins Þórs, íþróttakarls ársins), Húnn Snædal (afi Baldvins Þórs) og Sandra María Jessen íþróttakona ársins. Baldvin Þór fylgist með úr síma ömmu sinnar. Mynd: Þórir Tryggvason.

Auglýst er eftir umsóknum í Afrekssjóð Akureyrarbæjar fyrir árið 2024 og er umsóknarfrestur til og með 1. desember nk.

Afrekssjóður Akureyrarbæjar er sjóður til styrktar afreksíþróttastarfi ÍBA á Akureyri. Aðildarfélög og iðkendur ÍBA geta sótt um styrki skv. reglugerð afrekssjóðs sem finna má hér að neðan. Umsækjendur verða að eiga lögheimili í Akureyrarbæ (Akureyri, Hrísey, Grímsey) til að geta fengið ferðastyrk.

Umsóknir skulu berast stjórn sjóðsins á þar til gerðum rafrænum eyðublöðum sem finna má hér að neðan.

Markmið sjóðsins er m.a. að styrkja akureyrsk afreksíþróttaefni til æfinga og keppni undir merkjum aðildarfélaga ÍBA.

Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2024.

Reglugerð afrekssjóðs

Umsókn vegna afreksefna 2024

Umsókn vegna ferðakostnaðar 2024

Sjá einnig á heimasíðu ÍBA.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan