Árangursríkt lestrarátak í Glerárskóla

Krakkarnir í Glerárskóla hafa verið duglegir að lesa enda fá þeir góða hvatningu. Myndir: Þorsteinn …
Krakkarnir í Glerárskóla hafa verið duglegir að lesa enda fá þeir góða hvatningu. Myndir: Þorsteinn G. Gunnarsson.

Nemendur á yngsta- og miðstigi Glerárskóla hafa varla litið upp úr bókunum síðustu daga. Efnt var til sérstaks lestrarátaks meðal krakkanna sem sannarlega sló í gegn. Átakið varði í 13 kennsludaga og heimalestur var talinn með. Alls lásu nemendurnir í samtals 1.506 klukkustundir og meðallestur nemanda var 6,73 klukkustundir.

Formið var einfalt. Krakkarnir söfnuðu lestrarmínútum og merktu inn á klukkur sem skilað var á bókasafn skólans. Heilmikil keppni varð meðal bekkja en daglega var tölfræði sem sýndi stöðuna hengd upp á áberandi stað í skólanum. Bekkirnir skiptust á að leiða keppnina en krakkarnir í sjöunda bekk áttu mjög sterkan endasprett og lásu mest allra. Heildarlestur þeirra var 427 klukkustundir sem gerir 12,20 klukkustundir á nemanda að meðaltali.

Næstmesti meðallestur nemanda var í þriðja bekk en þar var meðallesturinn 8,71 klukkustund og 8,20 klukkustundir hjá sjötta bekk.

Fjórði bekkur var öðru sæti hvað varðar heildarlestur bekkja, en nemendurnir lásu í samtal 303 klukkustundir. Fimmti bekkur var í þriðja sæti en þar var lesið í 249 klukkustundir.

Óvenju mikið var að gera á bókasafni skólans meðan á átakinu stóð og mun minna var tekið af uppflettiritum, mynda- og fræðslubókum en alla jafna. Þeim mun meira var lánað út af bókmenntum við hæfi nemendanna.

Í verðlaun fyrir frábæra ástundun fá krakkarnir í sjöunda bekk frjálsan tíma í íþróttasal skólans með umsjónarkennurunum sínum.

Að neðan eru myndir af þeim bekkjum sem höfnuðu í verðlaunasætum og tölfræði yfir lesturinn milli bekkja, bæði heildarlestur og hlutfallstölur.


7. bekkur.


3. bekkur.


6. bekkur.


4. bekkur.


5. bekkur.


5. bekkur.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan