Áramótabrennan suður af Jaðri

Áramótabrenna Akureyringa verður á sama stað og í fyrra, á auðu svæði nokkru sunnan við golfskálann á Jaðri. Þar verður kveikt í myndarlegri brennu kl. 20.30 á gamlárskvöld.
 
Á meðfylgjandi loftmynd má sjá brennustæðið, svæði þar sem leggja má bifreiðum og gönguleiðir að brennunni. 
 
Árleg flugeldasýning verður skammt frá höfuðstöðvum Norðurorku og hefst hún um kl. 21.00. Það er Björgunarsveitin Súlur sem sér um sýninguna en hún er í boði Norðurorku.
 
Förum varlega með skotelda um áramót og munum að hirða upp eftir okkur flugeldarusl og koma í viðeigandi flokkun. Flugeldarusl má alls ekki fara í blandaðan heimilisúrgang. Sérstökum gámum fyrir það verður komið fyrir við verslanir Bónus í Naustahverfi og Langholti sem og við grenndarstöð norðan við Ráðhús.
 
 
Til glöggvunar þá er gönguleiðin frá bílastæðunum vestan Kjarnagötu um 800 metrar að brennunni og frá bílastæðinu við golfskálann að Jaðri um 700 metrar.
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan