Kjörskrá Akureyrarbæjar liggur frammi til sýnis í þjónustuveri bæjarins í Ráðhúsinu að Geislagötu 9 fram að kjördegi.
Alþingiskosningar fara fram 30. nóvember næstkomandi. Kjörskrá Akureyrarbæjar liggur frammi til sýnis í þjónustuveri bæjarins í Ráðhúsinu að Geislagötu 9 fram að kjördegi.
Kjörskráin miðast við heimilisfang hjá Þjóðskrá 29. október 2024.
Einnig er bent á vefinn kosning.is en þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um alþingiskosningar og meðal annars hægt að fletta upp hvort og hvar einstaklingar eru á kjörskrá.
Vakin er athygli á að kjördeildum í Verkmenntaskólanum hefur fjölgað úr tíu í 11. Kjósendur eru hvattir til að skoða í hvaða kjördeild þeir eru til að forðast óþarfa óþægindi þegar á kjörstað er komið.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram í Strandgötu 16 (þjónustuhús vestan við Eimskip), virka daga kl. 10-18, um helgar kl. 11-15 og á kjördag kl. 10-17.