Mynd eftir Rod Long á Unsplash
Námskeið fyrir foreldra þar sem ítarlega er fjallað um áhrif skilnaðar á fjölskyldu.
Það er ekki skilnaðurinn sjálfur sem veldur mestum skaða, heldur það hvernig staðið er að honum gagnvart börnunum.
Velferðarsvið Akureyrarbæjar býður upp á sérhæfða skilnaðarráðgjöf til foreldra með það fyrir augum að lágmarka áhrif skilnaðar á börn og ungmenni. Þjónustan er öllum að kostnaðarlausu. Fyrirhugað er að halda námskeið 11., 17. og 24 október n.k. frá kl. 16:30 - 19:30. Staðsetning: Glerárgata 26, 1. hæð.
Umsjónarmenn námskeiðs:
Halldóra Kristín Hauksdóttir – Lögmaður Velferðarsviðs
Katrín Reimarsdóttir – Félagsráðgjafi á Velferðarsviði
Skráning fer fram í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar.
Sjá einnig:
www.samvinnaeftirskilnad.is