Goðanes 3b - Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Deiliskipulags svæðisins eftir breytingu
Deiliskipulags svæðisins eftir breytingu

Skipulagsráð Akureyrarbæjar kynnir skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á deiliskipulagi Krossaneshaga, A áfanga.

Breytingin felur í sér að opnu svæði sem liggur á milli Goðaness 3 og Njarðarness 10 er breytt úr opnu svæði í nýja lóð fyrir athafnarstarfsemi. Flatarmál lóðarinnar verður 2.304 m2 og hámarksnýtingarhlutfall lóðarinnar veður 0.5. Hámarks þakhæð er 12 metrar og hámarksþakhalli er 35°.

Deiliskipulagsuppdráttinn má nálgast hér.

Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér tillöguna og senda inn ábendingar í gegnum Skipulagsgátt.

Frestur til að senda inn ábendingar er til 24. október nk.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan