Samstarfsdagar ungmenna í Noregi

Ungmennin og starfsfólk í Útey.
Ungmennin og starfsfólk í Útey.

Tveir fulltrúar úr ungmennaráði Akureyrarbæjar, Elva Sól Káradóttir og Freyja Dögg Ágústudóttir, fóru til Úteyjar í Noregi 30. maí sl. á svokallaða samstarfsdaga (Partnership Building Activity) sem haldnir voru á vegum landsskrifstofu Erasums+ í Noregi.

Teymum ungmenna á aldrinum 16-18 ára var boðið á viðburðinn og með í för voru einnig tveir starfsmenn sveitarfélagsins, Arnar Már Bjarnason, forvarna- og félagsmálaráðgjafi, og Sigríður Ásta Hauksdóttir, verkefnisstjóri barnsvæns sveitarfélags. Tilgangur samstarfsdaganna er að para saman hugsanleg ungmennaverkefni á milli landa. Aðrar þátttökuþjóðir voru Finnland, Ítalía, Noregur, Litháen, Þýskaland, Rúmenía, Ungverjaland og Slóvakía. Tíminn í Útey var vel nýttur í alls konar verkefna- og hugmyndavinnu, samstarf, gleði og samveru.

Útey er lítil skógivaxin eyja í um 500 hundruð metra fjarlægð frá meginlandinu þar sem styst er í land. Á eyjunni er aðstaða til að hýsa sumarbúðir og námskeið og hefur verið í yfir 70 ár. Eyjan er í eigu norsku ungliðahreyfingar verkamanna (AUF) og þrátt fyrir hræðilegan harmleik þar árið 2011 hefur eyjan verið gerð að fallegum minningarstað um ungmennin sem særðust eða féllu fyrir skotum byssumanns. Eyjan er því enn sem fyrr mikilvægur þjálfunar- og samkomustaður fyrir ungt fólk sem metur lýðræðisleg gildi og mannréttindi mikils.

Ungmennaráð hefur nú í framhaldinu ákveðið að sækja um ungmennaskiptaverkefni með tveimur stöðum í Noregi og Liháhen. Það eru því spennandi tímar framundan hjá ungmennráði Akureyrarbæjar í því skyni að kynnast lífi og menningu jafnalda sinna í öðrum löndum undir merkjum hugmyndafræði sem snýr að óformlegu námi. Hér er að finna frekari upplýsingar um slík verkefni.


QR kóði fyrir Noregs ferð fulltrúa ungmennaráðs á Instagram.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan